Umfeðmingur (fræðiheiti: Vicia cracca) er jurt af ertublómaætt, sem ber blá blóm.
Blómin eru einsamhverf og mörg saman á stilklöngum klösum. Króna blómanna er 1 sm á lengd. Í hverju blómi eru 5 fræflar en einungis 1 fræva.
Blöðin eru fjöðruð og hafa 8 til 10 pör af langoddbaugóttum, broddyddum og hærðum smáblöðum. Á endum blaðanna koma fram langir vafþræðir sem sjá um að blómið haldist upprétt þrátt fyrir veikburða stilk.
Umfeðmingur verður 20 til 50 cm hár og vex í graslendi, sléttum engjum og annars ...
Sláðu inn einkenni eða sjúkdóm og lestu um jurtir sem gætu hjálpað, sláðu jurt og sjáðu sjúkdóma og einkenni sem hún er notuð við.
* Allar upplýsingar eru byggðar á birtum vísindarannsóknum